Fiskimið

Fiskimið á Breiðafirði, skráð af Bæring Cecilssyni.

Syðramið: Fell og Stöð samjaðra að austanverðu og hafnarbroddarnir.

Bjarnamið: Hnausatærnar undan Bjargstánum. Bjarnarmiðssteinanir við Höfðakúluna. Háfurinn við Eyrarfjall.

Steindórsflagan: Grundarfoss við vestur eyjarenda. Háfurinn við Eyrarfjall.

Kúlubrot: Grjótáin við vestur eyjarenda. Hákúla við Eyrarfjall.
Austurkorrabrotið: Korrinn við efri Höfðakúluna. Stöð og Hyrna samjaðra.

Háahnúksbrot: Grjótáin við vestur eyjarenda. Háfurinn við Eyrarfjall.

Dyrabrún: Dyr á milli Fells og Stöðvar. Lítið hak að koma undan Eyrarfjalli. Lítið bil á milli hakanna á Matarfelli og Nasa.

Heimsendaflagan: Máfahnúkurinn við vestur Stöðvarhornið. Heimsendakeipurinn við Eyrarfjall.

Ásbjarnarmið: Vestasta gil í Grundarbotni við vesturjaðar Kirkjufells. Grynnri Skarðsöxlin við Eyrarfjall, gyrðingsendinn við Vallnabjargstá.

Skútugrunn: Lokaðar dyr milli Kirkjufells og Stöðvar. Heiðarnar að byrja að koma undan Nasa. Háihnúkur laus við Eyrarfjall (grynnst 25 faðmar).

Bárðargrunn: Kletturinn í efri Hrísabæinn. Haukabrekkubærinn laus við Vallnabjargið. Bjarnarhafnarfjall að byrja að koma undan Eyrarfjalli (dýpi 20 faðmar)

Borgin: Borgargilið að koma undan Hellunni. Smjörhnúkur við Mýrarhyrnuröndina.

Röndin: Stöð og Hyrna samjaðra. Staffellið að koma undan Höfðanum. Hökin á Matarfelli og Nasa að koma saman.

Heimsendaflagan: Máfahnúkurinn við vestur Stöðvarhornið. Heimsendakeipurinn við Eyrarfjall.

Stutt er í fengsæl mið og reri ég oft á sumrum með Sævari til 85 ára aldurs.
Síldveiðar upp við land í Grundarfirði 2013.
Grundarfjörðurinn fullur af lífi. Melrakkaey í fjarska.
Hálsvaðall er uppspretta fæðu fyrir ýmsa fugla. Krabbadýr, kræklingur, koli og síli.