Bárðarbúð
Er á bakkanum upp frá Búðatanganum, en þar var bær sem búið var í. Það var fyrir mitt minni. Þar bjó síðast um tíma amma mín Sesselja og sonur hennar Sigurþór móðurbróðir minn. Þarna framar á bakkanum er fjárbyrgið og bátanaust sem notað var í seinni tíð. Vestan við bæinn er lítill lækur sem rennur niður á sandinn. Vestan við lækinn er kartöflugarðurinn, en sjávarmegin við hann byggði Valdi Bjarnason sumarbústað og bjó þar meðan hann heyjaði fyrir kindurnar sínar. Bárðarbúð var þurrabúð á jörðinni.