Búðatóftir
Suður af Bárðarbúð uppi á hól nær fjallshlíðinni (til hægri á myndinni) stóð Búðarbærinn fyrrum, en var síðar fluttur niður að Hlein við sjávarbakkann og hélt sínu nafni, en bæjarrústirnar voru upp frá því nefndar Búðatóftir. Í flóanum milli Búðatófta og Bárðarbúðar var talsverð mótekja til ársins 1941. Niður af Búðatóftum var matjurtagarður, þar sem við ræktuðum kartöflur.