Búðir
Hérna var bæjarhús Búða, en áður var hér þurrabúðin Hlein. Búðabærinn var um 48m2 (6x8m), með kjallara. Í kjallaranum voru 2 kýr og sáu þær fyrir smá hitun á vetrum. Þegar flest var, bjuggu í húsinu 16 manns og fór vel um alla þó þröngt væri. Þessi mynd er frá 1940.