Grundarfjarðarviti
(Hnausavitinn) Var byggður 1942 en ljósið á honum var kveikt 1943. Þetta var mín fyrsta launaða vinna 10 ára gamall, með eðalfólki frá Vita- og hafnarmálastofnun. Vitaskipið Hermóður kom með sement og annað byggingarefni. Öll möl og sandur voru borin á höndum og á hestum úr fjörunni upp að vitastæðinu.