Hjallatún
Ekki veit ég uppruna á því nafni,en þarna er nokkuð sléttur bali (tún) og bæjarrúst er þarna, svo lengi sem ég man. Síðasti maður sem ég man að nýtti hey af þessu túni var afi minn Runólfur, en hann flutti það á litlum árabát inn í Grundarfjörð, en þar átti hann heima, í Götuhúsi.‍ Rétt ofan við Hjallatún eru mógrafir. Síðast var tekið þar upp árið 1939, en það var erfitt vegna bleytu.