Karlsvík
Þar er sand og malarfjara. Í henni er klettahryggur,sem kallaður var Hvalhryggur (Langhryggur). Vestan við hana eru klappir sem lagt var að á bátum og landað fiski þegar róið var. Einnig var þar upp af bátanaust og handspil til að draga báta í naust til geymslu yfir veturinn.