Kollur
Sker vestarlega í Frönskuvík. Þetta sker var haft til viðmiðunar fyrir þá sem fóru frá Búðum til Kvíabryggju. Þegar efsti kollurinn á skerinu stóð upp úr var hægt að vaða yfir ósinn við Þorkelshjallana, fyrir ofan Maðkavíkina yfir á Hrúðureyrina Kvíabryggjumegin. Þegar Kollur var að fara í kaf, var hægt að fara yfir upp á Stóru skriðu,sem er um miðjar Háls engjar, ef menn gengu hratt. Að öðrum kosti varð að fara upp að Hálsi og Mýrum, sem var um 1.1/2 klst. gangur.