Króanes
Mun hafa talist til Búða fyrr á árum, en Kirkjufells bóndi mun hafa sótt það fast að fá því breytt og jafnvel viljað fá landamerki niður að Hnausum. Munnleg sátt var gerð í því máli, enda var bletturinn milli Króaness og Hnausa eftir það oft nefndur Þrætublettur. Þessu mun ekki hafa verið þinglýst.