Þorkelshjallar
Ég þekki ekki tilurð nafnsins. Það eru klettar sem ganga út í ósinn þar sem hann er mjóstur. Nokkur uppblástur var kominn þar ,en Sævar hefur sáð þar melfræi til að stöðva sandfokið. Lítið bátanaust er fremst á hjöllunum. Í Maðkavíkinni fyrir ofan (sunnan) Hjallana,var trillan stundum geymd. Yfirleitt var vaðið yfir ósinn ofan Maðkavíkur og yfir á Hrúðureyrina Kvíabryggjumegin. Sunnan við Maðkavíkina, nær Hálsi eru landamerkin.